Our Statement of Faith
Loftstofan Baptistakirkja
Statement of Faith
Kafli A Biblían – Heilög ritning
Part A The Holy Bible
Við trúum því að Biblían sé rituð af mönnum og hafi verið innblásin af Heilögum Anda á yfirnáttúrulegan hátt. Hún er sannleikurinn án villu í efni sínu. Þar af leiðandi er hún og mun vera allt til enda tímans hin eina fullmótaða og endanlega opinberun á vilja Guðs fyrir mannkynið. Hún er hin sanni miðpunktur kristinnar einingar og hið æðsta viðmið sem öll mannleg hegðun, allar trúarjátningar og skoðanir ættu að dæmast eftir.
We believe that the Holy Bible was written by men, supernaturally inspired by the Holy Spirit. It is the truth without any admixture of error for its content. Therefore it is and shall remain to the end of the age the only complete and final revelation of the will of God to man. It is the true center of Christian union and the supreme standard by which all human conduct, creeds and opinions should be tried.
Með orðinu ,,Biblían“ er átt við safn sextíu og sex rita frá Fyrstu Mósebók til Opinberunarbókarinnar. Eins og Biblían var upphaflega rituð felur hún ekki einungis í sér og færir okkur Orð Guðs, heldur ER hún sjálf Orð Guðs.
By the “Holy Bible,” we mean that collection of sixty-six books from Genesis to Revelation. As originally written it does not just contain and convey the Word of God, but IS the very Word of God.Með orðinu ,,innblásinn“ er átt við að bækur Biblíunnar voru ritaðar af heilögum mönnum til forna, er snortnir voru af Heilögum Anda. Það sem þeir rituðu niður var með slíkum skýrleika að rit þeirra voru innblásin á yfirnáttúrulegan hátt, sem og á orðréttan hátt og eru þau án villu í sínu upprunalega formi umfram það sem nokkur önnur rit hafa nokkurn tíma verið eða munu nokkurn tíma verða. (2. Tímóteusarbréf 3.16-17; 2. Pétursbréf 1.19-21; Postulasagan 1.16; Postulasagan 28.25; Sálmarnir 119.160; Sálmarnir 119.105; Sálmarnir 119.130; Lúkasarguðspjall 24.25-27; Jóhannesarguðspjall 17.17; Lúkasarguðspjall 24.44-45; Sálmarnir 119.89; Orðskviðirnir 30.5-6; Rómverjabréfið 3.4; 1. Pétursbréf 1.2-3; Jóhannesarguðspjall 22.19; Jóhannesarguðspjall 5.45-47; Jesaja 8.20; Efesusbréfið 6.17; Rómverjabréfið 15.4; Lúkasarguðspjall 16.31; Sálmarnir 19.7-11; Jóhannesarguðspjall 12.48; Jóhannesarguðspjall 5.39)
By “Inspiration,” we mean that the books of the Bible were written by Holy Men of Old, as they were moved by the Holy Spirit. They wrote in such a definite way that their writings were inspired supernaturally and verbally, and are free from error In It’s original form, as no other writings has ever been or ever will be. (II Timothy 3:16-17; II Peter 1:19-21; Acts 1:16; Acts 28:25; Psalm 119:160; Psalm 119:105; Psalm 119:130; Luke 24:25-27; John 17:17; Luke 24:44-45; Psalm 119:89; Proverbs 30:5-6; Romans 3:4; I Peter 1:2-3; Revelation 22:19; John 5:45-47; Isaiah 8:20; Ephesians 6:17; Romans 15:4; Luke 16:31; Psalm 19:7-11; John 12:48; John 5:39)
Kafli B Eining Guðs
Part B The Unity of God
Við trúum að það sé einn, og aðeins einn, lifandi og sannur Guð. Hann er andi, óendanlegur, gæddur vitund, skapari og hæsti drottnari himins og jarðar. Hann er ólýsanlega dýrðlegur í heilagleika, og verður allrar hugsanlegrar heiðrunar, trúnaðartrausts og kærleika. Í einingu Guðdómsins eru þrjár persónur, Faðirinn, Sonurinn og Heilagur andi. Þeir eru jafnir í öllum hinum guðdómlega fullkomleika og framkvæma skýr en aðgreind hlutverk, en að sama skapi samstæð hlutverk í hinu mikla starfi endurlausnarinnar. (2. Mósebók 20.2-3; 1. Mósebók 17.1; 1. Korintubréf 8.6; Efesusbréfið 4.6; Jóhannesarguðspjalll 4.24; Sálmarnir 147.5; Sálmarnir 83.18; Sálmarnir 90.2; Jeremía 10.10; 2. Mósebók 15.11; Opinberunarbókin 4.11; 1. Tímóteusarbréf 1.17; Rómverjabréfið 11.33; Markúsarguðspjall 12.30; Matteusarguðspjall 28.19; Jóhannesarguðspjall 17.5; Postulasagan 5.3-4; 1. Korintubréf 2.10-11; Filippíbréfið 2.5-6; Efesusbréfið 2.18; 1. Korintubréf 13.14)
We believe that there is one, and only one, living and true God. He is an infinite, intelligent spirit, the maker and supreme ruler of heaven and earth. He is inexpressibly glorious in holiness, and worthy of all possible honor, confidence and love. In the unity of the Godhead there are three persons the Father, the Son and the Holy Ghost. They are equal in every divine perfection and execute distinct but harmonious offices in the great work of redemption. (Exodus 20:2-3; Genesis 17:1; I Corinthians 8:6; Ephesians 4:6; John 4:24; Psalm 147:5; Psalm 83:18; Psalm 90:2; Jeremiah 10:10; Exodus 15:11; Revelation 4:11; I Timothy 1:17; Romans 11:33; Mark 12:30; Matthew 28:19; John 17:5; Acts 5:3-4; I Corinthians 2:10-11; Philippians 2:5-6; Ephesians 2:18; I Corinthians 13:14)
A. Guð Faðirinn
A. God the Father
Við trúum því að Faðirinn sé uppruni valds og krafts. Hann var að verki í sköpuninni og tekur þátt í frelsun, fyrirgefningu og sér fyrir þörfum manna. (1. Korintubréf 15.24; Galatabréfið 1.1; 1. Pétursbréf 1.17; Postulasagan 17.22-31; 1. Korintubréf 8.6; Mateusarguðspjall 15.13; Jóhannesarguðspjall 6.37; Galatabréfið 1.4; Jakobsbréf 1.17-18; Matteusarguðspjall 6.14, 18.35; Matteusarguðspall 6.26, 32; Lúkasarguðspjall 11.13; Efesusbréfið 1.3, 17)
We believe the Father to be the source of authority and power. He was active in creation and participates in the salvation, forgiveness and provisions of men. (I Corinthians 15:24; Galatians 1:1; I Peter 1:17; Acts 17:22-31; I Corinthians 8:6; Matthew 15:13; John 6:37; Galatians 1:4; James 1:17-18; Matthew 6:14, 18:35; Matthew 6:26, 32; Luke 11:13; Ephesians 1:3, 17)
B. Guð Sonurinn
B. God the Son
Við trúum því að Sonurinn sé holdtekja Guðs. Hann lýsir Föðurnum fyrir mönnum og mönnum fyrir Föðurnum. Hann var afl sköpunarinnar og er það afl sem viðheldur henni. Hann er upprisan, dómurinn og frelsari allra manna. (Kólossubréfið 2.9; 1. Tímóteusarbréf 2.5; Jóhannesarguðspjall 1.1-3; Kólossubréfið 1.16-17; Jóhannesarguðspjall 10.28; 1. Korintubréf 8.6; Jóhannesarguðspjall 6.39-40, 11.25; Filippíbréfið 3.20-21; Matteusarguðspjall 17.27; Jóhannesarguðspjall 5.21; Postulasagan 17.31; Matteusarguðspjall 1.21; Jóhannesarguðspjall 3.17; Lúkasarguðspjall 19.10)
We believe the Son to be the incarnation of God. He represents the Father to man and man to the Father. He was active in the creation, and is active in sustaining it as well. He is the resurrection, judge and savior for all mankind. (Colossians 2:9; I Timothy 2:5; John 1:1-3; Colossians 1:16-17; John 10:28; I Corinthians 8:6; John 6:39-40, 11:25; Philipians 3:20-21; Matthew 17:27; John 5:21; Acts 17:31; Matthew 1:21; John 3:17; Luke 19:10)
C. Guð Heilagur andi
C. God the Holy Spirit
Við trúum því að Heilagur andi hafi verið að verki í sköpuninni, og að í samskiptum hans við trúlausan heim haldi hann aftur af hinum illa anda uns ætlunarverk Guðs er fullkomnað. Hann sannar á heiminn synd og réttlæti og dóm. Hann ber vitni um sannleika fagnaðarendisins með boðun og vitnisburði. Hann er sá sem er að verki við endurfæðinguna. Hann innsiglar, umber, leiðir, kennir, ber vitni, helgar og hjálpar hinum trúaða. (Jóhannesarguðspjall 14.16-17; Matteusarguðspjall 28.19; Hebreabréfið 9.14; Jóhannesarguðspjall 14.26; Lúkasarguðspjall 1.35; 1. Mósebók 1.1-3; 2. Þessalóníkubréf 2.7; Jóhannesarguðspjall 16.8-11; Jóhannesarguðspjall 3.5-6; Efesusbréfið 1.13-14; Matteusarguðspjall 3.11; Markúsarguðspjall 1.8; Lúkasarguðspjall 3.16; Jóhannesarguðspjall 1.33; Postulasagan 11.16; Lúkasarguðspjall 24.49; Jóhannesarguðspjall 16.13; Jóhannesarguðspjall 14.26; Rómverjabréfið 8.14, 16; 2. Þessalóníkubréf 2.13; 1. Pétursbréf 1.2; Rómverjabréfið 8.26-27)
We believe the Holy Spirit was active in the creation, and in His relation to the unbelieving world, He restrains the evil one until God’s purpose is fulfilled. He convicts of sin, of judgment and of righteousness. He bears witness to the truth of the Gospel in preaching and testimony. He is the agent in the new birth. He seals, endures, guides, teaches, witnesses, sanctifies and helps the believer. (John 14:16-17; Matthew 28:19; Hebrews 9:14; John 14:26; Luke 1:35; Genesis 1:1-3; II Thessalonians 2:7; John 16:8-11; John 15:26-27; Acts 5:30-32; John 3:5-6; Ephesians 1:13-14; Matthew 3:11; Mark 1:8; Luke 3:16; John 1:33; Acts 11:16; Luke 24:49; John 16:13; John 14:26; Romans 8:14, 16; II Thessalonians 2:13; I Peter 1:2; Romans 8:26-27)
Kafli C Djöfullinn eða Satan
Part C The Devil or Satan
Við trúum að Satan hafi eitt sinn verið heilagur og var aðnjótandi himnesks heiðurs. Vegna drambs og metorðafýsnar til að verða sem Hinn almáttugi féll hann og dró með sér herskara engla, og að hann er núna hinn illi valdhaf í loftinu og hin vanheilagi guð þessa heims. Við lítum svo á að hann sé hinn mikli freistari mannanna, óvinur Guðs og Krists, ákærandi hinna heilögu, höfundur allra falskra trúarbragða, stjórnandi andkrists og höfundur allra myrkra afla. Honum er ætlað engu að síður, að gangast undir lokaósigur fyrir atbeina Sonar Guðs og að fá dóm sem kveður á um eilífa hegningu í hel á stað sem honum og englum hans er búinn. (Jesaja 14.12-15; Esekíel 28.14-17; Jóhannesarguðspjall 12.9; Júdasarbréfið 6; 2. Pétursbréf 2.4; Efesusbréfið 2.2; Jóhannesarguðspjall 14.30; 1. Þessalóníkubréf 3.5; Matteusarguðspjall 4.1-3; 1. Pétursbréf 5.8; Sakaría 1.3; 1. Jóhannesarbréf 3.8; Matteusarguðspjall 13.25, 37-39; Lúkasarguðspjall 22.3-4; Opinberunarbókin 12.10; 2. Korintubréf 11.13-15; Markúsarguðspjall 13.21-22; 1. Jóhannesarbréf 4.3; 2. Jóhannesarbréf 7; 1. Jóhannesar bréf 2.22; Opinberunarbókin 13.13-14; 2. Þessalóníkubréf 2.8-11; Opinberunarbókin 19.11-20; 20.1-10; Matteusarguðspjall 25.41)
We believe that Satan was once holy and enjoyed heavenly honors. Through pride and ambition to be as the Almighty, he fell and drew after him a host of angels; that he is now the malignant prince of the power of the air, and the unholy god of this world. We hold him to be man’s great tempter, the enemy of God and His Christ, the accuser of the saints, the author of all false religions, the lord of the antichrist, and the author of all the powers of darkness. He is destined, however, to final defeat at the hands of God’s Son and to the judgment of an eternal justice in hell, a place prepared for him and his angels. (Isaiah 14:12-15; Ezekiel 28:14-17; Revelation 12:9; Jude 6; II Peter 2:4; Ephesians 2:2; John 14:30; I Thessalonians 3:5; Matthew 4:1-3; I Peter 5:8; Zechariah 1:3; I John 3:8 Matthew 13:25, 37-39; Luke 22:3-4; Revelation 12:10; II Corinthians 11:13-15; Mark 13:21-22; I John 4:3; II John 7; I John 2:22; Revelation 13:13-14; II Thessalonians 2:8-11; Revelation 19:11-20; 20:1-10; Matthew 25:41).
Kafli D Sköpunin
Part D The Creation
Við trúum á frásögn fyrstu Mósebókar um sköpun heimsins. Sköpun mannsins var ekki viðfang þróunar eða breyitngar á tegund vegna þróunar, eða þróunar úr lægri mynd í æðri mynd um óendanlega tímarás. Allt mannlegt líf, dýralíf og plöntulíf var skapað milliliðalaust, og lögmálið sem Guð hefur komið á fót var að líf þeirra skyldi hvert um sig vera leitt fram einungis „eftir sinni tegund.” (1. Mósebók 1.1; 2. Mósebók 20.11; Postulasagan 4.24; Kólossubréfið 1.16-17; Hebreabréfið 11.3; Jóhannes 1.3; Opinberunarbókin 10.6; Rómverjabréfið 1.20; Postulasagan 17.23-26; Jeremía 10:12; Nehemía 9.6; 1. Mósebók 1.26-27; 2.21-23; 1. Mósebók 1.11, 24)
We believe in the Genesis account of creation. Man’s creation was no matter of evolution or of evolutionary change of species, or of development from lower to higher forms through interminable timeframes. All human, animal and vegetable life was made directly, and God’s established law was that they should bring forth only “after their own kind.” (Genesis 1:1; Exodus 20:11; Acts 4:24; Colossians 1:16-17; Hebrews 11:3; John 1:3; Revelation 10:6; Romans 1:20; Acts 17:23-26; Jeremiah 10:12; Nehemiah 9:6; Genesis 1:26-27; 2:21-23; Genesis 1:11, 24)
Kafli E Syndafallið
Part E The Fall of Man
Við trúum að maðurinn var skapaður saklaus samkvæmt lögmáli Skapara síns, en vegna afbrota sinna sem hann framdi af frjálsum vilja féll maðurinn úr syndlausri og hamingjusamri stöðu sinni. Afleiðing þessa syndafalls er að mannkyn allt er nú syndugt, ekki vegna þvingunar, heldur vegna þess að Adam valdi svo, þess vegna eru allir réttlátlega sakfelldir án málsbóta eða afsökunar sem ekki eru í Kristi. (1. Mósebók 3.1-6, 24; Rómverjabréfið 5.12, 19; Rómverjabréfið 3.10-19; Efesusbréfið 2.1-3; Rómverjabréfið 1.18; Ezekíel 18.19-20; Rómverjabréfið 1.32; Rómverjabréfið 1.20, 28; Galatabréfið 3.22)
We believe that man was created in innocence under the law of his Maker, but by voluntary transgression, man fell from his sinless and happy state. The consequence of this fall is that all mankind are now sinners, not by constraint, but of Adam’s choice; therefore, all who are not in Christ are under just condemnation without defense or excuse. (Genesis 3:1-6, 24; Romans 5:12, 19; Romans 3:10-19; Ephesians 2:1-3; Romans 1:18; Ezekiel 18:19-20; Romans 1:32; Romans 1:20, 28; Galatians 3:22)
Kafli F Meyfæðingin
Part F The Virgin Birth
Við trúum að Jesús Kristur var getinn af Heilögum anda á yfirnátturulegan hátt. Hann fæddist af Maríu sem var mey. Enginn annar maður var nokkurn tíma fæddur né getur fæðst af konu á þennan hátt. Með þessari fæðingu er hann hvort tveggja Sonur Guðs og Guð Sonurinn. (1. Mósebók 3.15; Jesaja 7.14; Matteusarguðspjall 1.18-25; Lúkasarguðspjall 1.35; Markúsarguðspjall 1.1; Jóhannesarguðspjall 1.14; Sálmarnir 2.7; Galatabréfið 4.4; 1. Jóhannesarguðspjall 5.20; 1. Korintubréfið 15.47)
We believe that Jesus Christ was begotten of the Holy Ghost in a miraculous manner. He was born of Mary, who was a virgin. No other man was ever nor can ever be born of woman in this manner. By this birth He is both, the Son of God and God, the Son. (Genesis 3:15; Isaiah 7:14; Matthew 1:18-25; Luke 1:35; Mark 1:1; John 1:14; Psalm 2:7; Galatians 4:4; I John 5:20; I Corinthians 15:47)
Kafli G Friðþæging fyrir syndina
Part G The Atonement for Sin
Við trúum því að frelsun syndara gerist að öllu leyti fyrir náð. Það er vegna milligöngu Sonar Guðs, sem samkvæmt fyrirsögn Föðurins tók sjálfviljugur á sig eðli okkar, en er samt sjálfur án syndar. Hann heiðraði hið guðdómlega lögmál með persónulegri hlýðni sinni. Með dauða sínum friðþægði hann fullkomlega fyrir syndir okkar, sem staðgengill okkar. Friðþæging hans fólst ekki í því að gefa okkur fordæmi með píslarvættisdauða sínum, heldur fólst hún í því að setja sjálfan sig sjálfviljugan í stað syndarans. Hann var Hinn réttláti sem dó fyrir hina óréttlátu, Kristur Drottinn sem bar syndir okkar á líkama sínum upp á krossinn. Hann reis upp frá dauðum og situr nú í hásæti á himnum og sameinar hina dásamlegu persónu sína hinni allra mildilegustu samkennd af guðdómlegri fullkomnun. Hann er á allan hátt hæfur þess að vera viðeigandi, samúðarfullur og allsendis fullnægjandi Frelsari. (Efesusbréfið 2.8; Postulasagan 15.11; Rómverjabréfið 3.24; Jóhannesarguðspjall 3.16; Matteusarguðspjall 18.11; Fílemonsbréfið 2.7; Hebreabréfið 2.14; Jesaja 53.4-7; Rómverjabréfið 3.25; 1. Jóhannesarguðspjall 4.10; 1. Korintubréf 15.3; 2. Korintubréfið 5.21; Jóhannesarguðspjall 10.18; Fílemonsbréfið 2.8; Galatabréfið 1.4; 1. Pétursbréf 2.24; 1. Pétursbréf 3.18; Jesaja 53.11; Hebreabréfið 12.2; 1. Korintubréf 15.20; Jesaja 53.12; Hebreabréfið 9.12-15; Hebreabréfið 7.25; 1. Jóhannesarbréf 2.2)
We believe that the salvation of sinners is wholly of grace. It is through the mediatory offices of the Son of God, who by the appointment of the Father, freely took upon Him our nature, yet without sin. He honored the divine law by His personal obedience. By His death, he made a full and vicarious atonement for our sins. His atonement did not consist of setting an example for us by His death as a martyr, but was the voluntary substitution of Himself in the sinner’s place. He was the just dying for the unjust, Christ the Lord bearing our sins in His own body on the tree. Having risen from the dead, He is now enthroned in Heaven uniting in His wonderful person the most tender sympathies with Divine perfection. He is in every way qualified to be a suitable, compassionate, and all- sufficient Savior. (Ephesians 2:8; Acts 15:11; Rómverjabréfið 3:24; John 3:16; Matthew 18:11; Philemon 2:7; Hebrews 2:14; Isaiah 53:4-7; Rómverjabréfið 3:25; I John 4:10; I Corinthians 15:3; II Corinthians 5:21; John 10:18; Philemon 2:8; Galatabréfið 1:4; I Peter 2:24; I Peter 3:18; Isaiah 53:11; Hebrews 12:2; I Corinthians 15:20; Isaiah 53;12; Hebrews 9:12-15; Hebrews 7:25; I John 2:2)
Kafli H Náð í hinni nýju sköpun
Part H The Grace in the New Creation
Við trúum því að til þess að frelsast verði syndarar að endurfæðast. Endurfæðingin er ný sköpun í Kristi Jesú. Hún gerist tafarlaust og er ekki þróunarferill. Við endurfæðinguna gerist sá, sem er dáinn vegna misgjörða sinna og synda, þátttakandi í hinu guðdómlega eðli og móttekur eilíft líf sem er endurgjaldslaus gjöf Guðs. Hin nýja sköpun á sér stað á þann hátt sem er ofar skilningi okkar, ekki vegna menntunar, ekki vegna mannkosta, ekki vegna vilja mannsins, heldur að öllu leyti og eingöngu fyrir mátt Heilags anda, vegna sambandsins við guðdómlegan sannleika. Þetta á sér stað á þennan hátt með sjálfviljugri hlýðni okkar við fagnaðarerindið. Sannindamerkin um þessa nýju sköpun birtast í hinum heilögu ávöxtum iðrunar, trúar og endurnýjunar lífsins. (Jóhannesarguðspjall 3.3; 2. Korintubréf 5.17; Lúkasarguðspjall 5.27; 1. Jóhannesarguðspjall 5.1; Jóhannesarguðspjall 3.6-7; Postulasagan 2.41; 16.30-33; 2. Pétursbréf 1.4; Rómverjabréfið 6.23; Efesusbréfið 2.11; 2. Korintubréf 5.19; Kólossseumenn 2.13; Jóhannesarguðspjall 3.8; Jóhannesarguðspjall 1.13; Galatabréfið 5.22; Efesusbréfið 5.9)
We believe that in order to be saved, sinners must be born again. The new birth is a new creation in Christ Jesus. It is instantaneous and not a process. In the new birth, the one dead in trespasses and in sins is made a partaker of the Divine nature and receives eternal life, the free gift of God. The new creation is brought about in a manner above our comprehension, not by culture, not by character, not by the will of man, but wholly and solely by the power of the Holy Spirit in connection with Divine truth. This is done so, with our voluntary obedience to the gospel. The evidence of this new creation appears in the holy fruits of repentance, faith, and newness of life. (John 3:3; II Corinthians 5:17; Luke 5:27; I John 5:1; John 3:6-7; Acts 2:41; Acts 16:30-33; II Peter 1:4; Roimans 6:23; Ephesians 2:11; II Corinthians 5:19; Colossians 2:13; John 3:8; John 1:13; Galatabréfið 5:22; Ephesians 5:9)
Kafli I Endurgjaldslaus frelsun
Part I The Freeness of Salvation
Við trúum á Guðs útveljandi náð. Gjafir frelsunar eru veittar endurgjaldslaust öllum mönnum með fagnaðarerindinu og það er aðkallandi skylda allra að taka við þeim af alúðlegri, iðrunarfullri og hlýðinni trú. Ekkert kemur í veg fyrir frelsun mesta syndara á jörðinni annað en eigin siðspilling hans og sjálfviljug höfnun fagnaðarboðskaparins. Þessi höfnun syndarans flækir hann í enn verri fordæmingu. (1. Þessalóníkubréf 1.4; Kólossubréfið 3.12; 1. Pétursbréf 1.2; Títusarbréf 1.1; Rómverjabréfið 8.29-30; Matteusarguðspjall 11.28; Jesaja 55.1; Opinberunarbókin 22.17; Rómverjabréfið 10.13; Jóhannesarguðspjall 6.37; Jesaja 55.6; Postulasagan 2.38; Jesaja 55.7; Jóhannesarguðspjall 3.15-16; 1. Tímóteusarbréf 1:15; 1. Korintubréf 15.10; Efesusbréfið 2.4-5; Jóhannesarguðspjall 5.40; Jóhannesarguðspjall 3.18, 36)
We believe in God’s electing grace. The blessings of salvation are made free to all by the Gospel, and it is the immediate duty of all to accept them with a cordial, penitent and obedient faith. Nothing prevents the salvation of the greatest sinner on earth but his own inherent depravity and voluntary rejection of the Gospel. This rejection of the sinner involves him in an aggravated condemnation. (I Thessalonians 1:4; Colossians. 3:12; I Peter 1:2; Titus 1:1; Romans 8:29-30; Matthew 11:28; Isaiah 55:1; Revelation 22:17; Romans 10:13; John 6:37; Isaiah 55:6; Acts 2:38; Isaiah 55:7; John 3:15-16; I Timothy 1:15; I Corinthians 15:10; Ephesians 2:4-5; John 5:40; John 3:18, 36)
Kafli J Eilíft líf
Part J Eternal Life
Við trúum að til sé tímabundin trú, sem veitir ekki eilíft líf í Jesú Kristi. Sú tímabundna trú, ber ekki vott um andlegan ávöxt í lífi einstaklingsins. Til er trú sem leiðir til eilífs lífs sem ber vott um andlegan ávöxt í lífi hins trúaða. Eilíft líf er eingöngu grundvallað á mætti, verki og orði Guðs. Enginn sem móttekur eilíft líf getur misst það. (Matteusarguðspjall 13.19-21; Jóhannesarguðspjall 2.23-25; 1. Jóhannesarbréf 2.19; Jóhannesarguðspjall 8.31-32; Kóloseubréfið 1.21-23; Rómverjabréfið 8.23; Hebreabréfið 1.14; Matteusarguðspjall 6.30; Sálmarnir 121.3; 1. Pétur 1.5; Fílemonsbréfið 1.6; Jóhannesarguðspjall 10.28-29; Jóhannesarguðspjall 16.8; Rómverjabréfið 8.35-39; Efesusbréfið 1.13, 14)
We believe that there is a temporal belief that does not afford eternal life in Christ Jesus. Such does not evidence spiritual fruit in the life of the individual. There is a belief unto everlasting life, which evidences spiritual fruit in the believer’s life. Eternal life is based solely on the power, work and Word of God. None who receives eternal life can lose it. (Matthew 13:19-21; John 2:23-25; I John 2:19; John 8:31-32; Colossians 1:21-23; Romans 8:23; Hebrews 1:14; Matthew 6:30; Psalm 121:3; I Peter 1:5; Philemon 1:6; John 10:28-29; John 16:8; Romans 8:35-39; Ephesians 1:13, 14)
Kafli K Réttlæting
Part K Justification
Við trúum að hin mikla gjöf fagnaðarerindisins, sem Kristur tryggir þeim sem trúa á hann sé réttlæting. Réttlæting felur í sér fyrirgefningu synda og gjöf eilífs lífs samkvæmt lögmáli réttlætis. Hún er ekki veitt sem endurgjald vegna neinna réttlætisverka sem við höfum innt af hendi, heldur eingöngu vegna trúar á blóð Endurlausnarans. Réttlæti hans er tilreiknað okkur. (Postulasagan 13.39; Jesaja 53.11; Sakaría 13.1; Rómverjabréfið 8.1; Rómverjabréfið 5.9; Rómverjabréfið 5.1; Títusarbréfið 3.5-7; Rómverjabréfið 1.17; Hebreabréfið 2.4; Galatabréfið 3.11; Rómverjabréfið 4.1-8; Hebreabréfið 10.38)
We believe that the great Gospel blessing, which Christ secures to those who believe in Him, is justification. Justification includes the pardon of sin, and the gift of eternal life on the principle of righteousness. It is bestowed not in consideration of any works of righteousness, which we have done, but solely through faith in the Redeemer’s blood. His righteousness is imputed to us. (Acts 13:39; Isiah 53:11; Zechariah 13:1; Romans 8:1; Romans 5:9; Romans 5:1; Titus 3:5-7; Romans 1:17; Hebrews 2:4; Galatians 3:11; Romans 4:1-8; Hebrews10:38)
Kafli L Iðrun og trú
Part L Repentance and Faith
Við trúum að iðrun og trú séu alvarlegar skuldbindingar. Þetta tvennt eru óaðskiljanlegar náðargjafir sem mótaðar eru í sálum okkar fyrir tilverknað anda Guðs, sem vekur þær upp í okkur. Við það að finna sterklega til sektar okkar, hættunnar sem við erum stödd í og hjálparleysis okkar, jafnframt því að sannfærast um leið hjálpræðisins fyrir Krist, snúum við okkur til Guðs með falslausri eftirsjá, játningu synda og ákalli um miskunn. Við tökum þá við Drottni Jesú Kristi af öllu hjarta og viðurkennum hann og játum hann opinskátt sem okkar eina og algerlega fullnægjandi Frelsara. (Postulasagan 20.21; Markúsarguðspjall 1.15; Postulasagan 2.37-38; Lúkasarguðspjall 13.13; Rómverjabréfið 10.8-13; Sálmarnir 51.1-4, 7; Jesaja 55.6-7; Lúkasarguðspjall 12.8; Rómverjabréfið 10.9-11)
We believe that Repentance and Faith are solemn obligations. They are inseparable graces, wrought in our souls by the quickening Spirit of God. We, being deeply convicted of our guilt, danger and helplessness, and of the way of salvation by Christ, turn to God with unfeigned contrition, confession and supplication for mercy. We heartily receive the Lord Jesus Christ and openly confess Him as our only and all-sufficient Savior. (Acts 20:21; Mark 1:15; Acts 2: 37-38; Luke 13:13; Romans 10:8-13; Psalm 51:1-4, 7; Isaiah 55:6-7; Luke 12:8; Romans 10:9-11)